Þrjár aukasýningar verða á Óþarfa offarsa eftir Paul Slade Smith sem Leikfélag Kópavogs sýndi í febrúar og mars.
Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu.
Sýningar verða fös. 17. sun. 19. og fim. 23. apríl. Sjá nánar á www.kopleik.is.