Síðasta tækifæri til að sjá Þú kemst þinn veg í Norræna húsinu um helgina.

Í marsmánuði var leikverkið Þú kemst þinn veg sýndur tíu sinnum og þar af átta sýningar fyrir troðfullu húsi. Verkið er einlægur einleikur eftir Finnboga Þorkel Jónsson og fjallar um veruleika Garðars Sölva Helgasonar. Garðar hefur lengi strítt við geðklofa og verið öryrki en hann þróaði kerfi sem hefur hjálpað honum að lifa hamingjusömu og góðu lífi. Svavar Knútur samdi tónlist fyrir verkið og boðið er upp á kaffi í sýningunni.

Það eru einungis þrjár sýningar eftir og verða þær fimmtudaginn 9. apríl, föstudaginn 10. apríl og sunnudaginn 12. apríl. Miðinn kostar 1500 kr., sýningarnar hefjast klukkan 20.00 og miðapöntun fer fram í gegnum nh@nordice.is