Þjóðleikhúsið stendur að venju fyrir samkeppni um athyglisverðustu áhugaleiksýninguna þetta leikár. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Öll aðildarfélög Bandalags íslenskra leikfélaga geta tekið þátt. Umsóknir á að senda beint til Þjóðleikhússins og umsóknareyðublaðið er hér.

Úrslit verða tilkynnt á hátíðarkvöldverði að Melum í Hörgárdal laugardaginn 3. maí.

Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur, í leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar og uppsetningu leikfélagsins Hugleiks í Reykjavík bar sigur úr býtum í samkeppninni í fyrra. Meðfylgjandi mynd er úr sýningunni.