Leikfélag Selfoss fumsýnir þann 25. október hinn gamansama harmleik Maríusögur eftir Þorvald Þorsteinsson í Litla leikhúsinu við Sigtún. Leikstjóri er Guðfinna Gunnarsdóttir og eru leikarar fimm talsins. Eftir því sem við í stjórn leikfélagsins best vitum er þetta fyrsta leikritið eftir Þorvald sem sett er upp eftir andlát hans. Verkið var samið fyrir útskriftarhóp Leiklistaskóla Íslands 1995 og hefur ekki verið sett upp síðan, fyrr en nú.

Leikritið gerist á (æsku)heimili hugulsömu húsmóðurinnar Stefaníu og Þráins, eiginmanns hennar. Tilefnið er fráfall föður Stefaníu. Marteinn bróðir hennar er þar mættur, eftir margra ára dvöl í Svíþjóð, og er alls ekki kátur þegar María, æskuvinkona þeirra systkina, kemur í heimsókn með nýjasta kærastann. Stefanía gerir allt hvað hún getur til að halda umræðunum frá því sem ekki má ræða en hættulegt leyndarmálið kemur að lokum upp á yfirborðið og María fær loks tækifæri til að gera upp syndir fortíðarinnar, eða svo heldur hún…

Frumsýnt verður eins og áður sagði 25. október í Litla leikhúsinu við Sigtún
2. sýning, sunnudaginn 27. október
3. sýning, fimmtudaginn 31. október
4. sýning, föstudaginn 1. nóvember
5. sýning sunnudaginn 3. nóvember
6. sýning, fimmtudaginn 7. nóvember
7. sýning, föstudaginn 8. nóvember
8. sýning, laugardaginn 9. nóvember – LOKASÝNING!

Miðapantanir frá 13-21 í síma 482 2787 og allan sólahringinn á leikfelagselfoss@gmail.com.