Í vetur verður Leikfélag Hafnafjarðar með verkefni sem gengur undir nafninu Leiklestrarkvöld LH. Stefnan er að leiklesa hin ýmsu verk t.d. verk sem eru á fjölum leikhúsanna, gamla klassík eða jafnvel ný verk.
Fyrirkomulagið er þannig að þeir sem hafa áhuga á að taka þátt þurfa að tilkynna sig með a.m.k. viku fyrirvara. Útbúinn verður sérstakur viðburður fyrir hvert kvöld. Þeir sem melda sig fá sent handrit að leikverkinu sem flytja á sem og nafnið á þeim karakter sem þeir leiklesa.
Ætlast er til að þátttakandi hafi rennt yfir textann í það minnsta einu sinni fyrir leiklesturinn. Val á verki fer síðan eftir því hversu margir ætla að taka þátt.
Fyrsti lestur verður föstudaginn 25. október nk. í Kapellunni, nýju húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar. Leiklestrarnir er opnir almenningi og frítt er inn.