Nú liggja fyrir helstu tölur um starfsemi aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið 2012-2013 og eru þær heilt yfir ívið lægri á öllum póstum en undanfarin ár, þótt ekki muni neinum ósköpum. Á leikárinu voru 59 aðildarfélög aðilar að Bandalaginu en fjöldi félaga með starfsemi á árinu var 36 og í þeim félögum störfuðu 2.389 félagar.

Settar voru upp 85 leiksýning sem sýndar voru 523 sinnum og tóku þátt í þeim 1.359 manns. Heildarfjöldi áhorfenda á sýningum aðildarfélaga Bandalagsins var 34.438 manns.

20 best sóttu sýningarnar voru þessar:

1. Borgarbörn – Jólaævintýrið, 2231 áhorfendur á 26 sýningum
2. Freyvangsleikhúsið – Skilaboðaskjóðan, 1734 áhorfendur á 19 sýningum
3. Leikfélag Hörgdæla – Djákninn á Myrká, 1678 áhorfendur á 21 sýningu
4. Freyvangsleikhúsið – Dagatalsdömurnar, 1582 áhorfendur á 22 sýningum
5. Leikfélag Húsavíkur – Ást, 1466 áhorfendur á 20 sýningum
6. Leikfélag Selfoss – Þrek og tár, 1464 áhorfendur á 22 sýningum
7. Leikfélag Vestmannaeyja – Grease, 1291 áhorfandi á 10 sýningum
8. Leikfélag Sauðárkróks – Tifar tímans hjól, 1268 áhorfendur á 14 sýningum
9. Leikfélag Fljótsdalshéraðs – Kardemommubærinn, 1259 áhorfendur á 12 sýningum
10. Leikfélag Ólafsfjarðar – Stöngin inn!, 972 áhorfendur á 17 sýningum
11. Leikfélag Vestmannaeyja    – Alla, allra, langbesta jólaleikrit allra tíma, 883 áhorfandi á 10 sýningum
12. Leikfélag Dalvíkur – Eyrnalangir og annað fólk, 820 áhorfendur á 14 sýningum
13. Umf. Gnúpverja, leikdeild – Saumastofan, 785 áhorfendur á 15 sýningum
14. Leikfélag Keflavíkur – Jólin koma .. eða hvað?, 748 áhorfendur á 9 sýningum
15. Leikfélag Kópavogs – Gutti og félagar, 634 áhorfendur á 12 sýningum
16. Leikfélag Mosfellssveitar – Hamagangur í helli mínum, 620 áhorfendur á 7 sýningum
17. Leikfélag Mosfellssveitar – Gauragangur, 600 áhorfendur á 7 sýningum
18. Litli leikklúbburinn – Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, 592 áhorfendur á 11 sýningum
19. Leikfélag Sólheima – Skilaboðaskjóðan 590 áhorfendur á 6 sýningum
20. Leikfélag Hveragerðis – Með vífið í lúkunum, 590 áhorfendur á 12 sýningum