Leikárið 2012–13 hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga

Leikárið 2012–13 hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga

Nú liggja fyrir helstu tölur um starfsemi aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið 2012-2013 og eru þær heilt yfir ívið lægri á öllum póstum en undanfarin ár, þótt ekki muni neinum ósköpum. Á leikárinu voru 59 aðildarfélög aðilar að Bandalaginu en fjöldi félaga með starfsemi á árinu var 36 og í þeim félögum störfuðu 2.389 félagar.

Settar voru upp 85 leiksýning sem sýndar voru 523 sinnum og tóku þátt í þeim 1.359 manns. Heildarfjöldi áhorfenda á sýningum aðildarfélaga Bandalagsins var 34.438 manns.

20 best sóttu sýningarnar voru þessar:

1. Borgarbörn – Jólaævintýrið, 2231 áhorfendur á 26 sýningum
2. Freyvangsleikhúsið – Skilaboðaskjóðan, 1734 áhorfendur á 19 sýningum
3. Leikfélag Hörgdæla – Djákninn á Myrká, 1678 áhorfendur á 21 sýningu
4. Freyvangsleikhúsið – Dagatalsdömurnar, 1582 áhorfendur á 22 sýningum
5. Leikfélag Húsavíkur – Ást, 1466 áhorfendur á 20 sýningum
6. Leikfélag Selfoss – Þrek og tár, 1464 áhorfendur á 22 sýningum
7. Leikfélag Vestmannaeyja – Grease, 1291 áhorfandi á 10 sýningum
8. Leikfélag Sauðárkróks – Tifar tímans hjól, 1268 áhorfendur á 14 sýningum
9. Leikfélag Fljótsdalshéraðs – Kardemommubærinn, 1259 áhorfendur á 12 sýningum
10. Leikfélag Ólafsfjarðar – Stöngin inn!, 972 áhorfendur á 17 sýningum
11. Leikfélag Vestmannaeyja    – Alla, allra, langbesta jólaleikrit allra tíma, 883 áhorfandi á 10 sýningum
12. Leikfélag Dalvíkur – Eyrnalangir og annað fólk, 820 áhorfendur á 14 sýningum
13. Umf. Gnúpverja, leikdeild – Saumastofan, 785 áhorfendur á 15 sýningum
14. Leikfélag Keflavíkur – Jólin koma .. eða hvað?, 748 áhorfendur á 9 sýningum
15. Leikfélag Kópavogs – Gutti og félagar, 634 áhorfendur á 12 sýningum
16. Leikfélag Mosfellssveitar – Hamagangur í helli mínum, 620 áhorfendur á 7 sýningum
17. Leikfélag Mosfellssveitar – Gauragangur, 600 áhorfendur á 7 sýningum
18. Litli leikklúbburinn – Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, 592 áhorfendur á 11 sýningum
19. Leikfélag Sólheima – Skilaboðaskjóðan 590 áhorfendur á 6 sýningum
20. Leikfélag Hveragerðis – Með vífið í lúkunum, 590 áhorfendur á 12 sýningum

0 Slökkt á athugasemdum við Leikárið 2012–13 hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga 1069 19 ágúst, 2013 Greinar, Markvert ágúst 19, 2013
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa