Blik er saga Jonah og Sophie, tveggja einstakra einstaklinga. Blik er ástarsaga, hún er myrk, óvenjuleg og skondin en ástarsaga engu að síður. En hafið í huga að ástin er það sem þér finnst hún vera. Blik er lítið, stórt, kjánalegt, alvarlegt og næstum því fáranlegt.
Phil Porter hafði lengi gengið með hugmyndina að Bliki í maganum, en fann henni loks farveg þegar hann varð meðlimur The Soho Six, höfundasmiðju Soho leikhúsins í london. En Porter heillast að litlum leikverkum sem fjalla um stór heimspekileg málefni. Leikhús Porters er svolítið kjánalegt, svolítið alvarlegt og á köflum daðrar hann við háð og spott.