Á dögunum gerði Act alone einleikið vinasamband við hinn einstaka leikhóp Vesturport. Samstarfið felur í sér að Vesturport mun leitast við að gera Act alone að enn betri hátíð. Nú þegar hefur vinasambandið borið ávöxt því á Act alone 2013 mun Vesturport frumsýna nýjan íslenskan einleik. Of snemmt er að segja frá verkinu en þó má nefna að verkið tengist hinum gjöfula Íslendingasagnaarfi. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa Act alone, Ársæl Níelsson, innsigla vináttusambandið við Vesturport.
Undirbúningur fyrir Act alone leiklistarhátíðina á Suðureyri er nú í blússandi gangi. Hátíðin verður haldin dagana 9. – 12. ágúst og verður boðið uppá einstakar leiksýningar fyrir alla aldurshópa. Dagskrá Act alone verður formlega kynnt fimmtudaginn 5. júlí og sama dag verður ný heimasíða hátíðarinnar opnuð á slóðinni www.actalone.net