Sunnudaginn 1. júní , á Hernámsdaginn sjálfan, stendur Leikfélag Reyðarfjarðar í samstarfi við sönghópinn Fjarðadætur síðan fyrir kvöldvöku í Félagslundi á Reyðarfirði. Fer þar fram skemmtidagskrá í anda stríðsáranna með tilheyrandi, söng, dansi og ærslum. Höfundur leikþátta er Gunnar Ragnar Jónsson. Söngtexta samdi Helgi Seljan og undirleik annast Daníel Arason.
Skemmtunin hefst kl: 21:00 og að henni lokinni verða gömlu dansarnir rifjaðir upp. Aðgangseyrir er: 500 kr. fyrir alla sem mæta í klæðnaði í anda hernámsáranna. 1.500 kr. fyrir fullorðna. 1,000 kr. fyrir börn eldri en 12 ára, eldri borgara og öryrkja. Börn 12 ára og eldri eru velkomin í fylgd með fullorðnum.