Leikhúsbúðin er búin að birgja sig upp af blóði, latexi, litum og fleira fíneríi fyrir Hrekkjavökuna svo nú er um að gera að fara að velja sér gervi og æfa sig. Við eigum líka tilbúin sett sem eru algjör snilld og á mjög góðu verði; ZombiePop Art Gal Kit, Sugar Skull KitThe Crazy Doll Kit og The Fairy Girl Kit.

Svo eigum við auðvitað skegg, skalla, lím, litað hárspray og allt mögulegt. Við vekjum sérstaka athygli á 6 lita hjólunum okkar frá Kryolan, það er snilldarvara á ótrúlegu verði.

Verslunin að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 13.00. Ef pantanir berast gegnum vef Leikhúsbúðarinnar fyrir kl. 13.00 á daginn eru þær póstsendar samdægurs, annars næsta virkan dag. Eins má panta og leita ráðlegginga á netfangið info@leiklist.is eða í síma 551 6974.

P.s. Artexið rataði ekki í pakkann sem kom í gær en er væntanlegt í næstu viku.