Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Í æsku er hann niðursetningur á bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flytur hann til þorpsins Sviðinsvíkur. Alla ævi er hann fátækur, smáður og utanveltu. En engu að síður er skáldið „tilfinníng heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt“.
Í sýningunni munu þeir Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors túlka persónu Ljósvíkingsins samtímis. Aðrir leikarar eru Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson
Leikstjórn og leikgerð: Kjartan Ragnarsson.
Leikmynd: Gretar Reynisson.
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir.
Tónlist: Kjartan Sveinsson.
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson.
{mos_fb_discuss:2}