Þann 5. janúar næstkomandi fagnar Leikfélag Kópavogs því að 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaðar í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Allir félagar í Leikfélagi Kópavogs, fyrrverandi og núverandi, eru velkomnir ásamt öðrum velunnurum félagsins. Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum fyrir afmælisgesti, margir félagar munu stíga á svið og skemmta með söngi og leik, atriði úr uppsetningum félagsins verða sýnd ásamt mörgu fleiru.

logo.gifÞann 5. janúar næstkomandi fagnar Leikfélag Kópavogs því að 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaðar í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Allir félagar í Leikfélagi Kópavogs, fyrrverandi og núverandi, eru velkomnir ásamt öðrum velunnurum félagsins. Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum fyrir afmælisgesti, margir félagar munu stíga á svið og skemmta með söngi og leik, atriði úr uppsetningum félagsins verða sýnd ásamt mörgu fleiru. Dagskráin hefst klukkan 20 og verður boðið upp á léttar veitingar.

Ágrip úr sögu Leikfélags Kópavogs
Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957 þegar 46 áhugamenn komu saman í barnaskólanum, Kópavogsskóla, gagngert til þess að stofna leikfélag. Fyrsti formaður félagsins var Erlendur Blandon.
Ekkert húsnæði var til undir slíka starfsemi og var því aðstaða til leiksýninga mjög erfið. Leikfélagið fékk þó inni hjá barnaskólanum í bænum og starfaði þar við mjög bágbornar aðstæður.

spanskflugan.gif Fyrsta verkefni félagsins var Spanskflugan eftir Arnold og Bach. Undir leikstjórn frú Ingibjargar Steinsdóttur. Haustið eftir setti félagið upp Leynimel 13 eftir Þrídrang.
Árið 1959 flutti leikfélagið starfsemi sína í nýbyggt félagsheimili Kópavogs og setti þar upp Veðmál Mæru Lindar eftir S.J. Hsiung. Gunnar R. Hansen var leikstjóri, samdi tónlist og teiknaði alla búninga og sviðsmynd.
Eftir árið 1959 hefur starfsemi Leikfélags Kópavogs verið í félagsheimili Kópavogs eða í hjáleigunni, sem var innréttað sem bíó við hlið félagsheimilisns, en hýsir nú starfsemi Leikfélags Kópavogs.
Á þessum árum hefur verið settar upp ýmsar áhugaverðar og vinsælar sýningar, nefna má Línu Langsokk, Hárið, Fróði og allir hinir Grislíngarnir, Grimms og Memento Mori
Á þessu leikári verður nóg að gera; sett verða upp a.m.k. tvö stærri verk, unglingadeild félagsins er komin á fullt, afmælishátíð verður haldin á vordögum, saga félagsins í heild sinni verður sett á veraldarvefinn og farið verður í leikferð til Suður-Kóreu með leikritið Memento Mori, svo fátt eitt mætti nefna.