Það er sannkallað jólafjör í jólasýningu Leikfélags Mosfellssveitar, en sunnudaginn 20. nóvember var barnaleikritið Verkstæði jólasveinanna frumsýnt í Bæjarleikhúsinu. Leikstjóri er Stefán Bjarnarson. Í sýningunni fylgjast áhorfendur með undirbúningi jólanna hjá jólasveinunum á verkstæði jólasveinanna. Verkstæði jólasveinanna kom út árið 1973 og er upphaflega útvarpsleikrit eftir Thorbjörn Egner en þær Agnes Þorkelsdóttir Wild og María Guðmundsdóttir stílfærðu og aðlöguðu fyrir svið.
Leikritið er fullt af gleði og söng og var uppselt á fyrstu þrjár sýningarnar. Næstu sýningar verða sunnudagana 11. og 18. desember kl. 14. Miðapantanir eru í síma 566 7788 og miðaverð aðeins 1000 krónur.
{mos_fb_discuss:2}