Laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00 munu ungliðar Leikfélags Mosfellssveitar frumsýna söngleikinn Töfrataskan. Í söngleiknum kynnast áhorfendur ýmsum ævintýrapersónum eins og Mary Poppins, konungi ljónanna, litlu hafmeyjunni, Aladdin, Móglí og Fríðu. Leikstjórar eru Sigrún Harðardóttir og Agnes Wild.

Föstudaginn 13. febrúar s.l. tók LM síðan þátt í Safnanótt Reykjavíkur og fór dagskráin fram í Norrænahúsinu. Sýndar voru þrjár sýningar af stuttverkinu Norræna Draugaráðstefnan eftir Kristján Þorvald Kristjánsson. Það er óhætt að segja að aðsókn hafi verið mjög góð og var sýnt fyrir troðfullum sal á öllum sýningum. Alls tóku þátt í uppsetningunni 17 manns og var leikstjóri Guðný María Jónsdóttir.

draugaradstefna.jpg Draugaráðstefnan fjallaði um að verið var að vekja upp listaspíruna Gleipni sem átti að koma til að bjarga íslensku þjóðarsálinni í þeim hremmingum sem hún er í. Draugar voru margir og má m.a. nefna Glám, Djáknann á Myrká, Sænska konu sem ber nafnið Hvíta frúin, Abo sem er finnskur kastaladragur og Guðrún hross sem er Færeyskur draugur.

Hafnar eru æfingar á Franska Kaffihúsinu sem er verk eftir Maríu Guðmundsdóttir í leikstjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur og er áætlað að frunsýna það í lok mars/byrjun apríl.

{mos_fb_discuss:2}