Freyvangsleikhúsið frumsýnir Vínland

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Vínland

Föstudaginn 20. febrúar kl. 20.00 frumsýnir Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit nýjan rokksöngleik, Vínland, eftir heimamanninn Helga Þórsson. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson. Tónlistin sem er eftir Helga og hljóðfæraleikarana er ákaflega fjölbreytt og nýtur sín vel í nýendurbættu hljóðkerfi Freyvangsleikhússins.

Vínland gerist á tímum víkinga meðal norrænna manna á Grænlandi og byggir á Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða, þó nokkuð frjálslega sé farið með efnið. Sögusviðið færist svo yfir til Vínlands í Ameríku. Segir frá ástum og örlögum, kristni og heiðni, víkingum og indjánum, gleði og sorgum en umfram allt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir.

{mos_fb_discuss:2}
0 Slökkt á athugasemdum við Freyvangsleikhúsið frumsýnir Vínland 352 20 febrúar, 2009 Allar fréttir febrúar 20, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa