Leikhópurinn Lotta hefur í sumar sýnt útileiksýninguna Galdrakarlinn í Oz um allt land en nú líður að síðustu sýningum sumarsins. Næstu sýningar verða á Selfossi, Elliðaárdal og í Grindavík núna í vikunni. Síðasta sýningin í Elliðaárdalnum verður síðan miðvikudaginn 27. ágúst.
Galdrakarlinn í Oz verður sýndur á eftirtöldum stöðum það sem eftir lifir ágústs:
19. ágúst, þriðjudagur, klukkan 18:00 á Selfossi, við Gesthús
20. ágúst, miðvikudagur, klukkan 18:00 Elliðaárdalurinn í Reykjavík
21. ágúst, fimmtudagur, klukkan 18:00 í Grindavík á túninu hjá Landsbankanum.
24. ágúst, sunnudagur, klukkan 13:00 á Hellu og klukkan 16:00 á Hvollsvelli
27. ágúst, miðvikudagur, klukkan 18:00 Elliðaárdalurinn í Reykjavík
28. ágúst, fimmtudagur, klukkan 18:00 í Hveragerði
31. ágúst, sunnudagur, á Hvanneyri og Bifröst
Í Elliðaárdal er sýnt í Indíánagili. Til að komast þangað er best að keyra Rafstöðvarveg alla leið að félagsheimilinu sem er ofarlega í brekkunni. Þar er bílnum lagt og gengið inn í dalinn en um 4 mínútna gangur er inn að Indíánagili. Skilti vísa veginn inn í dalinn auk þess sem Oz – búar vappa um skóginn og leiða áhorfendur á réttan stað.
Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn. Munið að klæða ykkur eftir veðri og takið endilega með ykkur myndavél og teppi til að sitja á. Nánari upplýsingar á www.leikhópurinnlotta.is og í síma 770 0403.