Leikritinu Óþelló, Desdemóna og Jagó sem frumsýnt var 30. janúar á litla sviði Borgarleikhússins hefur verið boðin þáttaka á Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð sem fram fer í Reykjavík í byrjun mars. Sýningin er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins. Óvenjuleg leikgerð Gunnars I. Gunnsteinssonar sem byggir á leikritinu Óþelló eftir Shakespeare hefur vakið athygli og óhætt að fullyrða að um einstaka tilraun er að ræða í íslensku sviðslistaumhverfi.
Í sýningunni eru aðeins þrjú hlutverk. Óþellós er dansaður af Brad Sykes. Desdemóna er leikin af heyrnarlausu leikkonunni Elsu G. Björnsdóttur og Jagó er leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Ástrós Gunnarsdóttir, danshöfundur, Vignir Jóhannsson myndlistarmaður gerir leikmyndina og María Ólafsdóttir hannar búningan. Lýsingu annast Magnús Arnar Sigurðsson og tónlistina semur Rúnars Þórissonar, gítarleikari. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson. Uppsetningin hlaut styrkt frá leiklistarráði.
Aðeins eru eftir fjórar sýningar eftir á verkinu en almennum sýningum lýkur um næstu mánaðarmót á sérstakri sýningu 7. mars á Lókal. Næstu sýningar eru: laugardaginn 16 feb. sunnudaginn 24. feb. og fimmtudaginn 28. feb. Miðapantanir eru í síma 568 8000