Uppfærslu Hins lifandi leikhús á nýju íslensku leikverki þeirra Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar hefur verið boðið til hina virta Maxim Gorkí leikhúss í Berlín í næstu viku.

Verkið hefur hlotið gríðargóðar viðtökur hér heima.  Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. 
eilifhamingja2.pngMaxim Gorkí leikhúsið er eitt virtasta leikhús Berlínar.  Það er staðsett í gömlu Austur-Berlin og á sér langa sögu.  Fyrir skemmstu tók nýr leikhússtjóri við stjórnartaumum í húsinu og hann leggur meðal annars áherslu á framsækið leikhús ungs fólks sem og gestasýningar víða að.  Það er Hinu lifandi leikhúsi mikill heiður að vera valið til að vera með aðra af tveimur gestaleiksýningum Maxim Gorki leikhússins í ár.  Ekki skemmir fyrir að vel hefur selst á sýningarnar ytra og koma leikhópsins hefur vakið athygli.

Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út eru núna um helgina en sýningin verður komin á fjalirnar í Borgarleikhúsinu á ný fyrir mánaðarmótin febrúar – mars.

Eilíf hamingja er fyrsta íslenska millistjórnendadramað.  Það segir frá fjórum einstaklingum, 3 körlum og konu, sem vinna saman í markaðsdeild stórfyrirtækis á Íslandi.  Þar vinna þau að stefnumótun fyrirtækisins um leið og þau kljást við stefnumótun síns eigin lífs.  Eilíf hamingja segir frá fólki úr hinum nýju vinnandi stéttum á skemmtilega og spennandi hátt. 

Hið lifandi leikhús er sjálfstætt starfandi leikhópur sem hefur sett upp nokkur verk áður, meðal annars í Borgarleikhúsinu og Iðnó.

Helstu aðstandendur:
Höfundar:  Þorleifur Örn Arnarson og Andri Snær Magnason
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarson
Leikmyndahönnuður: Drífa Ármannsdóttir
Leikarar: Orri Huginn, Sara Dögg, Jóhannes Haukur og Guðjón Þorsteinn.