Búið er að gera góða leiklistaraðstöðu í menningarmiðstöðinni Þjórsárveri í Flóanum.  Mótuð hefur verið metnaðarfull menningarstefna sem mun birtast á vefsíðu Þjórsárvers fljótlega. 

Meðal árvissra viðburða er hin vinsæla og þekkta Tónahátíð í Þjórsárveri.  Listakaffi Þjórsárvers er starfrækt á sumrin, með listasýningum af ýmsu tagi.  Fjör í Flóanum er árviss menningarviðburður á hverju vori og víðar. 

Nýlega festi Þjórsárver kaup á vönduðum sviðslýsingabúnaði og er með því orðið fyrirmyndarleikhús.  Salur rúmar um 200 í sæti, og í húsinu er gott hljóðkerfi og afbragðs hljómburður.  Sviðið er rúmgott með góðu bakrými og búningsklefum ásamt sturtum; aðstöðu til leiktjaldasmíði o.fl. og glæsilegri setustofu/biðsal með aðstöðu til veitingasölu. 

Þjórsárver vill gjarnan efna til samvinnu við leikhópa sem sjá möguleika á notkun þessarar aðstöðu til æfinga og/eða sýninga.  Markmið Þjórsárvers er að efla menningarstarfsemi og nýta þessa góðu aðstöðu.