Unglingastarf Leikfélags Kópavogs að hefjast

Unglingastarf Leikfélags Kópavogs að hefjast

Nú líður að því að starf unglingadeildarinnar hefjist af fullum þunga. Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Adda Rut, hefur verið ráðin til að leiðbeina krökkunum. Adda Rut er þaulreynd í leiklistastarfi með börnum og unglingum, m.a. hefur hús starfað hjá Leynileikhúsinu, ÍTR, skólum Hjallastefnunnar og fleirum. Kynningarfundur er boðaður í kvöld 1. október  kl. 17. Vinnan byrjar svo í annarri viku október og er gert ráð fyrir að hópurinn hittist þrisvar sinnum í viku. Ekki er búið að negla niður viðfangsefni en stefnt er að frumsýningu um miðjan nóvember.

Leikfélag Kópavogs hefur haldið úti Unglingadeild í mörg ár og er aldurinn að jafnaði miðaður efstu tvo bekki grunnskóla og fyrstu tvo í framhaldsskóla. Sett er upp 1 leiksýning á ári hið minnsta og ef aðstæður leyfa eru haldin námskeið.

Leikfélagið hefur undanfarin ár sérhæft sig í skapandi hópvinnu og er lögð áhersla á að unglingadeild tileinki sér aðferðir og vinnubrögð því tengd. Áhugasamir unglingar geta sent póst á stjorn@kopleik.is.

0 Slökkt á athugasemdum við Unglingastarf Leikfélags Kópavogs að hefjast 497 01 október, 2012 Allar fréttir október 1, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa