Nú líður að því að starf unglingadeildarinnar hefjist af fullum þunga. Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Adda Rut, hefur verið ráðin til að leiðbeina krökkunum. Adda Rut er þaulreynd í leiklistastarfi með börnum og unglingum, m.a. hefur hús starfað hjá Leynileikhúsinu, ÍTR, skólum Hjallastefnunnar og fleirum. Kynningarfundur er boðaður í kvöld 1. október  kl. 17. Vinnan byrjar svo í annarri viku október og er gert ráð fyrir að hópurinn hittist þrisvar sinnum í viku. Ekki er búið að negla niður viðfangsefni en stefnt er að frumsýningu um miðjan nóvember.

Leikfélag Kópavogs hefur haldið úti Unglingadeild í mörg ár og er aldurinn að jafnaði miðaður efstu tvo bekki grunnskóla og fyrstu tvo í framhaldsskóla. Sett er upp 1 leiksýning á ári hið minnsta og ef aðstæður leyfa eru haldin námskeið.

Leikfélagið hefur undanfarin ár sérhæft sig í skapandi hópvinnu og er lögð áhersla á að unglingadeild tileinki sér aðferðir og vinnubrögð því tengd. Áhugasamir unglingar geta sent póst á stjorn@kopleik.is.