Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Fylgd, frumsamið leikrit Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar sem einnig leikstýrir verkinu, sunnudaginn 28. apríl. Nafnið er skírskotun í þjóðþekkt lag og ljóð en auk þess er í leikritinu fjöldi laga skagfirskra höfunda, sem sérstaklega voru samin fyrir uppsetninguna.
Höfundur segir um verkið:
„Fylgd, af því að lagið, sem er eftir Didda fiðlu (Sigurð Rúnar Jónsson) og ljóðið, sem Guðmundur Böðvarsson samdi, kveikti hjá mér hugmyndina um leikverkið. Formaður leikfélagsins kom að máli við mig fyrir nokkrum árum og hvatti mig til þess að semja verk fyrir félagið. Ég var búinn að vera að hugsa um leikritasmíð í svolítinn tíma og var kominn með hugmynd en var svo óheppinn að tölvunni var stolið er ég var að ferðast með fjölskyldunni á Spáni. Þegar ég var að rifja upp það sem ég hafði verið að skrifa um, heyrði ég þetta lag og það kom mér á sporið aftur. Fyrir utan að fjalla um fjölskyldu þá fjallar verkið um heimahagana og mikilvægi þess að kippa ekki stoðum undan samfélaginu. Mest er þetta samt á léttu nótunum,“ segir Guðbrandur sem samdi einnig leikritið Tifar tímans hjól fyrir Leikfélag Sauðárkróks en það fékk fádæma góða dóma árið 2013.
Höfundur og leikstjóri: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson
Laga- og textahöfundar:
Geirmundur Valtýsson
Dr. Úlfar Ingi Haraldsson
Eiríkur Hilmisson
Gunnar Rögnvaldsson
Sigfús Arnar Benediktsson
Fjóla Guðbrandsdóttir
Skarphéðinn Ásbjörnsson
Árni Gunnarsson
Guðrún Gísladóttir
Sigurður Rúnar Jónsson
Guðmundur Böðvarsson
Guðbrandur Ægir o.fl.
FRUMSÝNING sunnudaginn 28. apríl kl. 20:00
2. sýning þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00
3. sýning miðvikudaginn 1. maí kl. 20:00
4. sýning föstudaginn 3. maí kl. 20:00
5. sýning laugardaginn 4. maí kl. 16:00
6. sýning sunnudaginn 5. maí kl. 20:00
7. sýning þriðjudaginn 7. maí kl. 20:00
8. sýning miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00
9. sýning föstudaginn 10. maí kl. 20:00
LOKASÝNING sunnudaginn 12. maí kl. 20:00
Miðasala í síma 849-9434 : Almennt miðaverð 3500 kr. miðinn
Eldir borgarar, öryrkjar, grunnskólabörn og hópar 3000 kr.
Facebooksíða Leikfélags Sauðárkróks.