Þetta er tækni sem nýtist bæði í leik og starfi. Leikarar skerpa verkfæri sín í spunavinnu og hlustun og kennarar finna oft nýjar leiðir til að vinna kennsluefni. Þessi tækni hefur nýst þáttakendum sem þjálfun í að koma fram, flytja fyrirlestra, opna á skapandi hugsun en er umfram allt til gamans og frábært tækifæri til að stíga aðeins út fyrir rammann.
Námskeiðið verður er 3 x 3, 5 tímar dagana:
Þriðjudaginn 7. apríl kl. 18.00 til 21.30
Miðvikudaginn 8. apríl kl. 18.00 til 21.30
Fimmtudaginn 9. apríl kl. 18.00 til 21.30
Kennari: Sólveig Guðmundsdóttir leikkona.
Verð: Almennt verð kr. 15.000
Námsmannaverð kr. 12.000
– ath. takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.
Skráning og upplýsingar eru í gegnum netfang: sgudmundsdottir@hotmail.com Upplýsingar í síma: 6611492
ATh. Hægt er að fá námskeiðið endurgreitt eða niðurgreitt af ýmsum stéttarfélögum. Félagar FÍL geta fengið helminginn endurgreiddan frá FÍL.
Sólveig Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Arts Educational School of Acting 2002 og hefur starfað sem leikkona, kennari og framleiðandi frá útskrift. Sólveig hefur unnið með trúðatækni í um 16 ár. Hún lærði af Bergi Þór Ingólfssyni, Rafael Bienciotto, Angelu De Castro og fleirum. Hún var aðstoðarleikstjóri Rafaels við Dauðasyndirnar, trúðasýningu sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og við Þrettándakvöld sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Sólveig lék í trúðasýningunni Bláa gullið – barnasýning um vatn sem var sýnd í Borgarleikhúsinu. Hún hefur einnig kennt trúðatækni á ýmsum námskeiðum m.a. fyrir KHÍ, LHÍ og á Akureyri. Sólveig er hluti af Pörupiltum, drag-uppistandshóp sem nota trúðatæknina mikið í sinni vinnu.