Tengdó – Sönn saga um leitina að sannleikanum, snýr aftur á fjalir Borgarleikhússins 7. febrúar. Í Tengdó birtist sönn saga ástandsbarns sem leitar föður síns áratugum saman. Við fylgjumst með djúpstæðri þrá barnsins til að kynnast uppruna sínum en um leið er horft gagnrýnum augum á íslenskt samfélag. Í sögunni takast á gleði og sorg því leitin að sannleikanum er í senn falleg og þyrnum stráð. Tengdó er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og CommonNonsense.
Tengdó snerti áhorfendur og gagnrýnendur djúpt á síðasta leikári, var ótvíræður sigurvegari á Grímuhátíðinni í vor og snýr því aftur á fjalirnar núna.
Sýningin er óvenjulega persónuleg því hún byggir á fjölskyldusögu listamannanna sjálfra. Valur Freyr, höfundur og annar leikara segir hér sögu tengdamóður sinnar. Valur og eiginkona hans, Ilmur Stefánsdóttir starfrækja leikhópinn CommonNonsense sem vakið hefur athygli á undanförnum árum fyrir nýstárlegar sýningar á mörkum myndlistar og leikhúss.
Höfundar: Valur Freyr Einarsson, Ilmur Stefánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson
Tónlist: Davíð Þór Jónsson
Leikarar: Valur Freyr Einarsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir.