Síðbúin rannsókn í Tjarnarbíói

Síðbúin rannsókn í Tjarnarbíói

DRAP HANN MANN EÐA DRAP HANN EKKI MANN?

Meðlimir leikhópsins Kriðpleirs hafa haft í bígerð nýja heimildarmynd um Jón Hreggviðsson sem var dæmdur fyrir böðulsmorð fyrir 330 árum. Þeir eiga ýmisskonar efni í handraðanum og geta ekki beðið eftir að kynna það fyrir áhorfendum. Þess vegna er orðinn til gamanleikurinn SÍÐBÚIN RANNSÓKN, bíó, leiksýning og einskonar endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar.

Verkið var sýnt við glimrandi undirtektir í Tjarnarbíó í byrjun árs og snýr hér aftur sökum mikillar eftirspurnar.

Sýningar verða:
Þriðjudaginn 12. maí, kl. 20:00
Föstudaginn 15. maí, kl. 20:00

„Síðbúin rannsókn“ er þriðja leiksýningin sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp. Fyrri sý́ningar hópsins eru „Tiny Guy“ sem sýnd var í Háskóla Íslands, Mengi og á stóra sviði Borgarleikhússins og „Blokkin“ sem sett var upp í 48 fm. íbúð Friðgeirs Einarssonar við Háaleitisbraut.

Kriðpleir leikhópur: SÍÐBÚIN RANNSÓKN (2014)
Texti: Bjarni Jónsson
Á sviði: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson
Umgjörð: Tinna Ottesen
Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson
Tónlist: Árni Vilhjálmsson (+ sígilt stöff)
Leikstjórn: Friðgeir Einarsson og Bjarni Jónsson
Framleiðandi: Kriðpleir

Lengd 85 mínútur
Miðaverð: 2500.-

Frekari upplýsingar:
www.kridpleir.com

0 Slökkt á athugasemdum við Síðbúin rannsókn í Tjarnarbíói 826 07 maí, 2015 Allar fréttir, Vikupóstur maí 7, 2015
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa