Föstudaginn 5. maí kl. 19:00 verður stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Margt smátt, haldin á Litla sviði Borgaleikhússins. Þar sýna átta aðildarfélög Bandalagsins 13 stuttverk sem vel flest eru samin af leikskáldum innan raða þess.
ms2006.jpgFöstudaginn 5. maí kl. 19:00 verður stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Margt smátt, haldin á Litla sviði Borgaleikhússins. Þar sýna átta aðildarfélög Bandalagsins 13 stuttverk sem vel flest eru samin af leikskáldum innan raða þess.

msgrimabla.jpg Þetta er í þriðja sinn sem Margt smátt er haldin í samvinnu við Borgarleikhúsið en hún sýnir þá grósku sem er í íslensku áhugaleikhúshreyfingunni í ritun styttri leikverka en mörg félög innan hennar hafa lagt sérstaka rækt við þetta áhugaverða leikhúsform.

Hátíð þessi er haldin að frumkvæði Borgarleikhússins og markmið hennar hefur frá upphafi verið að vekja athygli á því merka frumkvöðlastarfi  sem unnið er í íslensku áhugaleikhúshreyfingunni í ritun og flutningi styttri leikverka en mörg félög innan hennar hafa lagt sérstaka rækt við þetta áhugaverða leikhúsform.

Þau verk sem sýnd verða eru:

Kratavar eftir Sigurð H. Pálsson – Hugleikur
Það er frítt að tala í GSM hjá guði eftir Pétur R. Pétursson – Leikfélag Mosfellssveitar
Súsanna baðar sig eftir Lárus Húnfjörð – Leikfélag Hafnarfjarðar
Dagur í lífi Mörthu Ernsdóttur eftir Sverrir Friðriksson – Freyvangsleikhúsið
Bara innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson – Leikfélag Rangæinga
Geirþrúður svarar fyrir sig eftir Margaret Atwood og Shakespeare – Leikfélag Selfoss
Morð fyrir fullu húsi eftir Lárus Húnfjörð – Leikfélag Hafnarfjarðar
Aðgerð eftir Guðjón Þorstein Pálmarsson – Leikfélag Kópavogs
Í öruggum heimi eftir Júlíu Hannam – Hugleikur
Afi brenndur eftir Odd Bjarna Þorkelsson – Leikfélag Kópavogs
Friðardúfan eftir Unni Guttormsdóttur – Leikfélagið Sýnir
Maður er nefndur eftir Birgir Sigurðsson og Pétur R. Pétursson – Leikfélag Mosfellssveitar
Hannyrðir eftir Sigurð H. Pálsson – Hugleikur

Miðapantanir í síma 568 8000 og á midasala@borgarleikhus.is. Miðaverð er kr. 1.000