Byrjendanámskeið í leiklist í Hafnarfirði

Byrjendanámskeið í leiklist í Hafnarfirði

Mánudaginn 24. nóvember hefst leiklistarnámskeið hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Þetta námskeið er ætlað byrjendum í leiklist og er öllum opið og að kostnaðarlausu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gísli Björn Heimisson, formaður LH og á námskeiðinu verður leitast við að kynna fyrir nemendum hin ýmsu form leiklistar. Þetta er kvöldnámskeið og spannar fjögur kvöld.

Skráning á námskeiðið er á leikfelag@gmail.com

Athugið að takmarkaður fjöldi verður á námskeiðinu.

0 Slökkt á athugasemdum við Byrjendanámskeið í leiklist í Hafnarfirði 623 19 nóvember, 2014 Allar fréttir nóvember 19, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa