ImageAukasýningar verða á Hungri eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann sem leikhópurinn Fimbulvetur sýnir í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Tvær stúlkur með anorexíu ákveða að fara í hættulegan leik, og offitusjúklingur með brotna sjálfsmynd finnur sér loks maka sem dýrkar hvern einasta blett á henni.
Hungur er sálfræðitryllir um stjórnun, ást, kynlíf, fegurð og leit að fullkomnun.

Sýningarnar eru sem hér segir: Fimmtud. 4. maí, sunnud. 7. maí og sunnud. 14. maí kl. 20:00.
Nánari upplýsingar má fá á www.hungur.com.