Laugardaginn 16. nóvember kl. 13 frumsýna Skoppa og Skrítla Jólahátíð sína. Í aðdraganda jóla halda Skoppa og Skrítla mikla hátíð til að bjóða sjálfan jólasveininn velkominn til byggða. Hann kemur til að aðstoða þær við að fagna hátíð ljóss og friðar og útbúa gjafir fyrir alla góðu vinina og vinkonurnar. Þegar undirbúningur hátíðarinnar stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Jólasveinninn er í stökustu vandræðum. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla eru…

Skoppa og Skrítla hafa verið í uppháhaldi hjá yngstu kynslóðinni um árabil, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist eða leiksýningum. Þær hafa verið áberandi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár en bjóða nú í fyrsta sinn til jólaskemmtunar. Sýningarnar Skoppa og Skrítla á tímaflakki og Skoppa og Skrítla í leikhúsinu slógu báðar í gegn og hlutu geysigóðar viðtökur.  Sýningin hentar börnum frá níu mánaða aldri.

Aðstandendur:
Höfundur: Hrefna Hallgrímsdóttir
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Leikmynd: Ólafur Jónasson
Búningar: Gunnhildur Stefánsdóttir og María Ólafsdóttir-Zúmmi
Lýsing: Dusan Loki Mavkovic
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Myndvinnsla: Bragi Þór Hinriksson
Leikarar: Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Már Bjarnason ásamt hæfileikaríkum börnum úr Sönglist, Ballettskóla Eddu Scheving og fimleikafélögum Gróttu og Fylkis.