Laugardaginn 19. mars frumsýnir Stúdentaleikhúsið leikverkið DNA sem er eftir ungan breskan höfund að nafni Dennis Kelly. Dennis Kelly skrifaði meðal annars Munaðarlaus og Elsku barn sem er verið að sýna í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Leikstjóri er Sara Marti Guðmundsdóttir en aðstoðarleikstjórn er í höndum Sigríðar Eir Zophoníasardóttur.

Ragnheiður Maísól hefur einnig unnið af miklu kappi við leikmyndagerð og Sóley Stefánsdóttir sér um tónlist við verkið. Birgit Ortmeyer hefur yfirumsjón með búningum og henni til aðstoðar eru þær Hera Guðbrandsdóttir og Rebekka Magnúsdóttir.

Búið er að opna fyrir miðasölu í síma 8690326

Frumsýning 19. mars kl. 20
2. sýning 21. mars kl. 20
3. sýning 23. mars kl. 20
4. sýning 25. mars kl. 20
5. sýning 26. mars kl. 21
6. sýning 27. mars kl. 21
7. sýning 3. apríl kl 20
8. sýning 8. apríl kl. 21
Lokasýning 9. apríl kl. 20

{mos_fb_discuss:2}