Síðustu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra eru í kvöld kl: 20:00 og á morgun laugardaginn 16. desember kl. 20.00. Þetta eru síðustu forvöð til að sjá hvernig íslenskt áhugaleikhús skemmti landsmönnum á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta verk fékk 15.000 áhorfendur þegar það var sýnt hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1943. Fyndið og alveg meinfyndið líka.
Miðapantanir í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is.
Sýnt er í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar í Gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði.