Nú er verið að taka á móti umsóknum þeirra sem áhuga hafa á að sýna á áhugaleikhúshátíð í Matsue í Japan í nóvember 2007. Hátíðin er haldin í Shiinomi-leikhúsinu í Yakumo-hverfi í Matsue-borg. Fimm leikhópum verður boðið að sýna á hátíðinni en auk þeirra verða fjórar japanskar sýningar og verður ein þeirra frá "heimaleikhóp" Shiinomi-leikhússins, Ashibue. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Umsóknarfrestur fyrir leikhópa rennur út 31. janúar 2007. Miðar fyrir aðra gesti verða seldir í ágúst 2007.
agilja.pngUndirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir í meira en ár, en hún verður haldin 21. – 25. nóvember 2007. Hátíðin hefur verið haldin á þriggja ára fresti, en sú fyrsta var haldin í nóvember 2001.

Verðlaun eru í boði fyrir bestu sýningu hátíðarinnar. Þess má geta að á síðustu hátíð, 2004, hlaut sýning leikhópsins Aglija frá Litháen verðlaun sem vinsælasta sýningin. Sama sýning var einnig sýnd á leiklistarhátíð NEATA (North European Amateur Theatre Alliance) í Eistlandi í ágúst 2004 þar sem Íslendingar áttu einnig fulltrúa. Þessi hópur hefur einmitt verið tíður gestur á slíkum hátíðum með góðar og eftirminnilegar sýningar.

Nánari upplýsingar má sjá á vef hátíðarinnar.
Til að nálgast umsóknareyðublöð, sendið tölvupóst á admin@yitf.org