Fyrsti samlesturinn á leikritinu Vígaguðinn eftir franska leikskáldið Yasminu Reza fór fram í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Verkið verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í janúar í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Leikrit þetta er nýjasta verk Reza sem er eitt þekktasta leikskáld samtímans. Mörgum er minnistætt leikrit hennar, Listaverkið, sem sló í gegn í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1997. Til marks um vinsældir Reza má geta þess að sýningaréttur á verkinu hefur þegar verið seldur til tæplega fimmtíu leikhúsa í Þýskalandi.

Sýning Þjóðleikhússins á Vígaguðinum verður sú fyrsta á Norðurlöndunum en verkið hefur þegar verið selt til nokkurra leikhúsa þar. Verkið verður frumsýnt í París í janúar ? á svipuðum tíma og hér á landi. Hér má sjá hópinn fríða, umlukinn undarlega dulúðugum bláum bjarma.

{mos_fb_discuss:2}