Einn koss enn í Þjórsárveri

Einn koss enn í Þjórsárveri

Leikfélag Ölfuss sýnir Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti í leikgerð Sigurðar Atlasonar, í Þjórsárveri, næstkomandi sunnudag, þann 29. apríl.

Sýningin hefst klukkan 16. Miðapantanir í síma 664-6454. Miðar verða einnig seldir við innganginn klukkustund fyrir sýningu.

Leikritið fjallar um kvennamanninn Jónatan sem heldur við þrjár flugfreyjur sem vinna eftir föstum áætlunum sem ekki skarast. Þegar nýjar hljóðfráar þotur eru teknar í notkun fer skipulagið í vaskinn og leikurinn að æsast. Leikstjóri verksins er Hörður Sigurðarson. Sex leikarar eru í sýningunni. Þeir eru Arnar Gísli Sæmundsson, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Helena Helgadóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Ottó Rafn Halldórsson og Ragnheiður Helga Jónsdóttir.

Leikritið hefur oft verið sett upp hér á landi áður m.a. í annarri leikgerð undir heitinu Boeing, Boeing eða Sexurnar. Kvikmynd var gerð eftir leikritinu á sjöunda áratugnum og léku Tony Curtis og Jerry Lewis þar aðalhlutverkin.

{j10_sb_discuss:2}

 

0 Slökkt á athugasemdum við Einn koss enn í Þjórsárveri 396 26 apríl, 2007 Allar fréttir apríl 26, 2007
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa