ImageBorgarleikhúsið efnir til samkeppni um íslenskt sakamálaleikrit.

Opinn umræðufundur, um íslensk sakamál og íslenska dægurmenningu, verður haldin í tengslum við Samkeppni um íslenskt sakamálaleikrit sem Borgarleikhúsið stendur fyrir um þessar mundir.

Fundurinn verður haldinn Þriðjudagskvöld 28.febrúar kl.20 í forsal Borgarleikhússins og er opinn öllum.

Af hverju eru sakamál svona vinsæl á íslandi í dag?

Eru íslensk sakamál frábrugðin sakamálum annarra landa?

Eiga sakamál erindi upp á íslensk leiksvið?

Þetta eru nokkrar spurningar sem Davíð Þór Jónsson, þýðandi, Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur, Ævar Örn Jósepsson, sakamálahöfundur og Anna Rögnvaldsdóttir kvikmyndaleikstjóri, munu svara og velta fyrir sér ásamt fundargestum.

Samkeppnin er öllum opin og eiga drög að sakamálaleikverki að berast Borgarleikhúsinu fyrir 31.maí.