Föstudaginn 11. maí frumsýnir Leikfélag Seyðisfjarðar leikritið Pelíkaninn eftir Seyðfirðinginn Ágúst Torfa Magnússon sem jafnframt er leikstjóri. Pelíkaninn er þriðja leikritið sem Ágúst skrifar fyrir Leikfélag Seyðisfjarðar, áður hefur skrifað verkin Kallarðu þetta leikrit? og Þetta er bara prinsippmál! sem hann skrifaði ásamt Snorra Emilssyni. Sýnt er í Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði og hefjast sýningar kl. 20.30.

Það er 6. áratugur síðustu aldar og tónlistarmenn eins og t.d. Elvis Presley og Buddy Holly voru uppá sitt besta. Nú gefst ykkur einstakt tækifæri til að reka inn nefið á Pelikananum, sem er háklassa veitinga- og skemmtistaður, og fylgjast þar með örlögum eiganda, starfsmanna og nágranna. Tónlist frá þessum tíma verður í hávegum höfð, með splunkunýjum íslenskum textum.

Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning – föstud. 11. maí kl. 20.30
2. sýning – sunnud. 13. maí kl. 20.30
3. sýning – þriðjud. 15. maí kl. 20.30
4. sýning – föstud. 25. maí kl. 20.30

Miðaverð kr. 2.200.-
Miðapantanir í símum 851-1535 og 866-7859.

{mos_fb_discuss:2}