ImageFöstudaginn 24. febrúar frumsýnir Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna leikritið  Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson í Aratungu. Frumsýningin hefst klukkan 21:00. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

Blessað barnalán segir frá Þorgerði, eldri konu austur á fjörðum, sem ofbýður svo hve uppkomin og brotflutt börn hennar sína henni mikið afskiptaleysi að hún lætur senda þeim skeyti um að hún sé látin. Það er eins og við manninn mælt, afkomendurnir eru mættir til að innheimta arfinn…

Önnur sýning 25. febrúar og þriðja sýning 28. febrúar. 
Upplýsingar í síma 862 6444 og 891 6807.

 Á undan leiksýningum er boðið upp á leikhúsmatseðil á Kaffi Kletti í Reykholti,. Borðapantanir í síma 486-1310 og 891 6807.  Húsið opnar kl. 19:00 og sýningin hefst kl. 21:00.
Image