Sunnudaginn 25. október frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Rúi og Stúi eftir Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Heimamennirnir Rögnvaldur Valbergsson og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson hafa samið nýtt lokalag fyrir sýninguna. Aðalhlutverkin eru í höndum Jónatans Björnssonar og Gísla Felix Ragnarssonar, en þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir leikið með LS í mörg ár. Leikendur í verkinu eru alls 13 og að auki eru 25 aðrir sem að uppsetningunni koma. 

Verkið fjallar um uppfinningamenninga Rúa og Stúa. Þeir hafa fundið upp undravél sem er þeim hæfileikum gædd að hún leysir hvaða verkefni sem er, hún prjónar sokka, gerir við gleraugu, býr til dýrindis jólaköku o.s.frv.  En einn daginn ruglast vélin eitthvað og Rúi og Stúi lenda þá í slæmum málum.

Sýnt er í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki en það húsnæði hefur verið lagað mikið á undanförnum árum. Í fyrrasumar voru settir venjulegir vatnsofnar í húsið í stað blásturshitunar og í sumar var rifið innan úr loftinu yfir sviðinu og það einangrað, en hvort tveggja bætir mjög líðan leikenda og áhorfenda í húsinu. Einnig var sviðsloftið tekið upp og myndar þar með meiri möguleika við lýsingu sviðsins. 

Frumsýnt verður eins og áður segir sunnudaginn 25. október kl. 16:00, en miðasala er í Kompunni á Sauðárkróki og í símum 453-5499 og 849-9434.  Miðaverð er það sama og undanfarin ár, 1700 kr. 

Áætlaðar sýningar eru eftirfarandi:
Frumsýning sunnudaginn 25. okt. kl. 16:00
2. sýning þriðjudaginn 27. okt. kl. 19:00
3. sýning laugardaginn 31. okt. kl. 14:00
4. sýning laugardaginn 31. okt. kl. 17:00
5. sýning sunnudaginn 1. nóv. kl. 14:00
6. sýning þriðjudaginn 3. nóv. kl. 19:00
7. sýning föstudaginn 6. nóv. kl. 19:00
8. sýning laugardaginn 7. nóv. kl. 14:00
9. sýning laugardaginn 7.nóv. kl. 17:00
Síðasta sýning sunnudaginn 8. nóv. kl. 14:00

{mos_fb_discuss:2}