Leikdeild Eflingar frumsýnir laugardaginn 15. febrúar rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere. Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere. Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti sem það verður fyrir, vímuefni, útlitsdýrkun, samfélagsmiðla og tvískinnungshátt fullorðna fólksins. Hressandi tónlist og fjör í bland við alvarlegri atburði í sýningu sem spannar allan tilfinningaskalann. Atriði í sýningunni geta valdið óhug hjá mjög ungum börnum.
Sýnt eru í Félagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal. Kvenfélag Reykdæla verður með vöfflu- og veitingasölu fyrir sýningu og í hléi en leikhúsið er sett upp sem kaffihús þar sem áhorfendur sitja við borð og geta notið veitinga með sýningunni.
Miðasala í síma 618-0847 eða á netfangið umfefling@gmail.com. Félagar í Framsýnar geta fengið 1000 kr afslátt af almennu miðaverði gegn framvísun miða sem fæst á skrifstofu Framsýnar.
Næstu sýningar verða 15. febrúar kl. 16.00 (frumsýning), sunnudag 16.00 febrúar kl. 20.00, þriðjudag 18. febrúar kl. 20.00 og fimmtudag 20. febrúar kl. 20.00.