Sjö gyðingabörn leikrit fyrir Gaza, er nýtt 10 mínútna leikrit eftir Caryl Churchill, sem frumsýnt var í Royal Court leikhúsinu í London í febrúar síðastliðnum. Churchill skrifaði leikritið nú í janúar í kjölfar átakanna á Gaza. Verkið birtir okkur sjö svipmyndir sem eiga sér stað á mismunandi tímum í sögunni.
Höfundurinn setur þau skilyrði fyrir sviðsetningu verksins að aðgangur sé ókeypis og að eftir hverja sýningu verði söfnun. Allt fé sem safnast rennur beint til læknishjálpar á Gaza. Það er fátítt að leikhús bregðist svo skjótt við heimsviðburðum en Borgarleikhúsið er þriðja leikhúsið sem setur verkið á svið.
Sjö gyðingabörn leikrit fyrir Gaza, hefur vakið upp mjög sterk viðbrögð og miklar umræður í Bretlandi. Sýningar verða á Stóra sviði Borgarleikhússins og eru kvöldsýningarnar í beinu framhaldi af leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur. Eins og áður segir þá er aðgangur ókeypis og opinn öllum, en eftir sýningu býðst áhorfendum að leggja fé í sjóð sem rennur til læknishjálpar í Palestínu (Medical Aid Palestine MAP)
Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning nr: 013705060043 kt: 190577-3769
Sýningardagar:
Fimmtudaginn 26. mars kl. 22.45.
Sunnudaginn 29. mars kl. 15.00 og 22.45.
Leikarar:
Ásta Sighvats Ólafsdóttir
Bergur Þór Ingólfsson
Harpa Arnardóttir
Ilmur Kristjánsdóttir
Jóhanna Jónas
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Páll Sigþór Pálsson
María Ellingsen
Sólveig Arnarsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Listrænir stjórnendur:
Leikstjóri: Graeme Maley
Þýðandi: Jón Atli Jónasson
Tónlist: Brian Docherty
Ljósahönnun: Kári Gíslason
Búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen