Á laugardaginn kemur, 13. nóvember, mun Stúdentaleikhúsið frumsýna Réttarhöldin eftir Franz Kafka á Norðurpólnum, Sefgörðum 3, Seltjarnarnesi. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson en hann skrifaði einnig leikgerð verksins. Skáldsagan Réttarhöldin heitir á frummálinu Der Prozess og er eins og áður segir eftir Franz Kafka  en hún var fyrst gefin út árið 1925 og er ein af þekktari sögum höfundarins. Sagan þótti skörp ádeila á skrifræði, spillingu og valdníðslu, en hún býður ekki síður upp á persónulega túlkun og þykir á köflum endurspegla sálarlíf höfundar. Með uppfærslu Stúdentaleikhússins á þessari tímalausu sögu rannsakar leikhópurinn hugtökin sekt og réttlæti.

Stúdentaleikhúsið er öflugt áhugaleikfélag og setur upp tvær sýningar á hverju ári og fá þar tilvonandi listamenn tækifæri á að þroska hæfileika sína og sýna hvað í þeim býr. Stúdentaleikhúsið fagnaði 80 ára afmæli á seinasta ári, og hefur því verið hluti af íslensku leikhúslífi í langan tíma. Friðgeir Einarsson hefur starfað með hinum ýmsu sviðslistahópum frá útskrift úr Fræði og framkvæmd í LHÍ. Hann hefur til dæmis tekið þátt í sýningunum Húmanimal og Nígerusvindlinu. Katrín Gunnarsdóttir hefur einnig starfað með leikhópnum að verkinu en Katrín er menntaður dansari. Tónmynd verksins er í höndum Haralds R. Sverrissonar, tónsmiðs.

Miðasala Stúdentaleikhússins fer fram á heimasíðu www.studentaleikhusid.is eða í síma 843-0151 (Elísa) eða 821-5109 (Hanna)

Almennt miðaverð er 2200 og 1800 fyrir námsmenn.

Sýningarplan:

Frumsýning 13. nóvember kl. 20
2. sýning 16. nóvember kl. 20
3. sýning 19. nóvember kl. 20
4. sýning 19. nóvember kl. 24
5. sýning 24. nóvember kl. 21
6. sýning 27. nóvember kl. 21

{mos_fb_discuss:2}