Laugardaginn 10.mars  frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur í samvinnu við Vesturport söngleikinn ÁST á Nýja sviði Borgarleikhússins. Söngleikurinn er eftir þá Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson.
 
Sagan  fjallar um ástir og daglegt líf heimilismanna á  elliheimili.  Nína eldri kona utan af landi kemur í skammtímavistun á elliheimili í höfuðborginni, fyrir tilstuðlan ábyrgðarfulls sonar. Vistin hefur ekki þau áhrif á Nínu sem sonurinn hefði óskað. ast.gifÁ heimilinu er fjörugt félagslíf og  í gegnum Nínu kynnumst við heimilisfólki, sögum þess, örlögum og ástum. Það er sannkallað stórskotalið leikara sem stígur á stokk og margir hverjir sem ekki hafa leikið opinberlega í áratugi.
 
Leikarar í sýningunni eru: Kristbjörg Kjeld, Magnús Ólafsson, Theodór Júlíusson, Hanna María Karlsdóttir, Pétur Einarsson, Skapti Ólafsson, Ómar Ragnarsson, Charlotte Böving og Víkingur Kristjánsson.
 
Auk þeirra kemur fram í sýningunni 10 manna kór en í honum eru: Guðlaug Friðriksdóttir, Ragnar Gylfi Einarsson, Jóhanna Baldursdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Sveinn Kjartansson, Jette Svava Jakobsdóttir, Elías Árnason, Guðríður Pálsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Úlfhildur Geirsdóttir.
 
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Tónlistarstjóri: Pálmi Sigurhjartarson
Búningar: Stefanía Adólfsdóttir
Leikmynd: Börkur Jónsson
Aðstoðarleikstjóri: Kristín Ólafsdóttir
Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson