Uppsprettan stendur fyrir upplestri á nýjum íslenskum verkum í Tjarnarbíói næstu þriðjudagskvöld. Leiklestrarnir eru unnir í samstarfi við Árna Kristjánsson leikstjóra. Verkin, sem eru í fullri lengd, eru afrakstur leikritunarnámskeiðs sem Árni stóð fyrir í Tjarnarbíói í haust.

Fyrsta verkið sem lesið verður þriðjudaginn 20. janúar, er kvikmyndahandrit sem kallast Útgöngubann og fjallar um fjölskyldu sem lokar sig af vegna þess að faraldur herjar á landið.

Höfundur er Sóley Ómarsdóttir. Leikarar eru María Pálsdóttir, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Sveinn Óskar Ásbjörnsson, Lana Íris Dungal, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Ársæll Níelsson, Arnoddur Magnússon Danks og Ástþór Ágústson.

Flutningur hefst kl. 20:30 á kaffihúsinu í Tjarnarbíói.

Aðgangur er ókeypis.