Umsækjendur eru beðnir um að syngja eitt lag eða aríu að eigin vali. Æskilegt væri ef viðkomandi syngi líka upphaf síðari Finale: „Brátt kynnir ársól komu sína“ („Bald prangt…“) úr Töfraflautunni. Umsækjandi syngi þá rödd sem hann sækist eftir og ræður hvort hann syngur á íslensku eða þýsku. Einnig er hægt að skrá sig í prufuna sem tríó.
Prufusöngurinn fer fram í Hörpu. Ítrekað er að prufan er opin bæði fyrir stráka og stelpur. Þeir sem hafa áhuga á að koma í prufusöng hafi samband við skrifstofu Íslensku óperunnar í síma 511 6400 eða sendi nöfn, aldur og símanúmer á netfangið virpi@opera.is. Hægt er að nálgast nótur á skrifstofu Óperunnar í Hörpu, 5. hæð. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku fyrir 7. júní.
{mos_fb_discuss:2}