Íslenska óperan efnir til prufusöngs fimmtudaginn 9. júní fyrir þrjú hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart, sem frumsýnd verður í Hörpu í haust. Um er að ræða hlutverk „drengjanna þriggja“, „Drei Knaben“, sem koma töluvert við sögu í óperunni. Leitað er að ungum drengjum eða stúlkum með góðar bjartar sópranraddir, þó ekki yngri en 10 ára. Æskileg er menntun eða reynsla í söng og eins væri kostur ef viðkomandi hefði einhverja leikreynslu.

Umsækjendur eru beðnir um að syngja eitt lag eða aríu að eigin vali. Æskilegt væri ef viðkomandi syngi líka upphaf síðari Finale: „Brátt kynnir ársól komu sína“ („Bald prangt…“) úr Töfraflautunni. Umsækjandi syngi þá rödd sem hann sækist eftir og ræður hvort hann syngur á íslensku eða þýsku. Einnig er hægt að skrá sig í prufuna sem tríó.

Prufusöngurinn fer fram í Hörpu. Ítrekað er að prufan er opin bæði fyrir stráka og stelpur. Þeir sem hafa áhuga á að koma í prufusöng hafi samband við skrifstofu Íslensku óperunnar í síma 511 6400 eða sendi nöfn, aldur og símanúmer á netfangið virpi@opera.is. Hægt er að nálgast nótur á skrifstofu Óperunnar í Hörpu, 5. hæð. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku fyrir 7. júní.

{mos_fb_discuss:2}