Leikfélagið Sýnir er um þessar mundir að hefja æfingar á verkefni sumarsins, Sögu af Tristram og Ísönd, sem verður útileiksýning, sýnd í Elliðaárdal. Er þar á ferð ný leikgerð af þessari frægu riddarasögu og hefur hún allt sem prýða má góða leiksýningu, ástir, afbrýðisemi, ofbeldi, öfund, hugrekki, dreka og illan dverg. Frumsýnt verður seinni part júlí. Enn vantar nokkra leikara í hópinn og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Ármann í síma 864-4880 eða Guðrúnu Sóley í síma 868-8720.

Leikfélagið Sýnir var stofnað af ofvirkum áhugaleikurum sem Leiklistarskóla Bandalagsins árið 1997. Síðan hefur félagið sett á annan verka með sérstaka áherslu á útileiksýningar og hefur þá gjarnan farið með í leikferðir út á land. Á meðal verka sem félagið hefur sett upp eru Draumur á Jónsmessunótt, Mávurinn, Stútungasaga og sl. sumar setti félagið Allir komu þeir aftur. Einnig tók félagið þátt í einþáttungahátíð Bandalagsins í Mosfellsveit fyrir skemmstu.

{mos_fb_discuss:2}