Verkið fjallar tvo félaga sem góma innbrotsþjóf á aðfangadagskvöldi, klukkutíma fyrir jól. Þjófurinn heldur því statt og stöðugt fram að hann sé raunverulegur jólasveinn. Þeir halda honum föngnum til að draga hann til ábyrgðar fyrir það sem komið hefur fyrir jólin; að hátíð ljóss og friðar sé orðin hátíð græðgi og sýndarmennsku. Það renna á þá tvær grímur þegar líður á kvöldið og ýmislegt sem þeir geta ekki útskýrt fer að koma upp á yfirborðið. Leikarar í sýningunni eru Benedikt Karl Gröndal, Davíð Freyr Þórunnarson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir.
Sýningartími er snarpur, sex sýningar á þremur dögum og er sýnt kl. 19 og 21. Miðaverð er 2000 kr. sýnt. Miðapantanir eru í síma 776 3400 eða á jolasyning@gmail.com.