Leikfélag Hofsóss frumsýnir í kvöld 23. mars, gamanleikinn Ef væri ég gullfiskur! eftir Árna Ibsen í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Óhætt er að segja að Þröstur sé orðinn hagvanur í Skagafirðinum en hann hefur leikstýrt mörgum verkum hjá Leikfélagi Sauðárkróks en að þessu sinni tókst Hofsósingum þó að krækja í hann.

Hlutverk í leikritinu eru 10 talsins en auk þess kemur fjöldi aðstoðarfólks að sýningunni.

Sýnt er í Félagsheimilinu Höfðaborg og eru alls áætlaðar 8 sýningar:

gillfiskurinn.gif Frumsýning föstudag 23. mars kl. 21:00
2. sýning laugardag 24. mars kl. 21:00
3. sýning þriðjudag 27. mars kl. 21:00
4. sýning miðvikudag 28. mars kl. 21:00
5. sýning mánudag 2. apríl kl. 21:00
6. sýning miðvikudag 4. apríl kl. 21:00
7. sýning föstudag 6. apríl kl. 23.00
8. sýning mánudag 9. apríl kl. 15.00

{mos_fb_discuss:2}