ImageÞriðjudaginn 16/5 og miðvikudaginn 17/5 verður boðið uppá sviðsetta leiklestra á Litla sviði Borgarleikússins. Verkefnið er unnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Listahátíð og Leiklistarsamband Íslands. Leiklestrunum er ætlað að kynna þau verk sem tilnefnd eru til norrænu leiklistarverðlaunanna. Um leiklesturinn sjá leikarar Borgarleikhússins og útskriftarhópur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.
 
Dagskrá leiklestaranna:
 
Þriðjudag 16/5 kl. 17:00 verða flutt verkin Svefn eftir Jon Fosse frá Noregi í leikstjórn Guðjóns Pedersen og Kynlíf, eiturlyf og ofbeldi eftir Mathias Andersson frá Svíþjóð í leikstjórn Péturs Einarssonar.
 
Miðvikudag 17/5 kl. 17:00 verða flutt verkin Aska Gosa eftir Jokum Rohde frá Danmörku í leikstjórn Steinunnar Knútsdóttur og Rauðir Úlfar eftir Kari Hotakainen frá Finnlandi í leikstjórn Guðjóns Pedersen, en það verk er vinningsverkið í ár.
 
Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir velkomnir.