leikárið altsvo. Í haust gerði ég tilhökkunarlista um leikárið í atvinnuleikhúsunum og nú er rétt að fara yfir hann. Hvað stóð undir væntingum, hvað klikkaði og af hverju missti ég? Og eru einhverjir óvæntir hápunktar sem ekki komust á listann í haust en glöddu geðið samt?

 
Rakstur

Þjóðleikhúsleikárið
Nú hafa duttlungar örlaganna hagað því svo að flest það mest spennandi á efnisskrá Þjóðleikhússins á eftir að birtast. Þau tvö íslensku leikrit sem frumsýnd hafa verið voru bæði eftirlegukindur af fyrri leikárum. Viktoríu og Georg tókst mér að missa af, en hef heyrt að það hafi verið býsna gott. Rakstur er ekki leiðinlegt, og fyrir hugleikara eins og mig, sem hafa lúmskt gaman af klunnalegum flækjum og melódramatísku efni, er það prýðis skemmtun þó það sé annkanalegt sem boðberi "nýrrar stefnu" í verkefnavali hússins. En við bíðum spennt eftir þeim Kjartani, Sigríði Margréti, Hávari og Bjarna.

 

Sölumaðurinn
Ekki get ég sagt að uppfærsla Leikfélags Reykjavíkur hafi hrifið mig. Mér fannst hún of upptekin af því að koma boðskap verksins til skila í stað þess að vera innlifuð mynd af persónunum og vandræðum þeirra. Hún minnti mig á setningu sem höfð er eftir höfundinum, væntanlega meint sem ráðlegging til leikara í verkum hans: Just play the text, not what it reminds you of.

 

Grettir og Rakarinn
Missti af báðum. Skamm, skamm!

Íslenskt
Það skemmtilegasta af nýju íslensku sem ég hef séð í vetur er Uppistand um jafnréttismál hjá Leikfélagi Akureyrar, sérstaklega þáttur Sigurbjargar Þrastardóttur sem er hreint ágætt leikúseintal og vel flutt af Hildigunni Þráinsdóttur.

 
Maðurinn sem…

Peter Engkvist
Það reyndist vera sjúrnalaleikritið Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur sem Peter Engkvist hafði með sér á stefnumót sitt við Nýjasviðshópinn. Og það er nú aldeilis fín leiksýning!

 
Macbeth

Og svo tvennt sem ég vissi ekki að væri sérstakt tilhlökkunarefni en reyndist vera það:

Macbeth
Uppfærsla Íslensku Óperunnar á Macbeth eftir Verdi var frábær, langbesta óperuuppfærsla sem ég hef séð.

Jón og Hólmfríður
Fyndnasta sýning vetrarins í atvinnuhúsunum þori ég að veðja, þó sumt sé ófrumsýnt og annað óséð. Ef eitthvað af því er fyndnara en Jón og Hólmfríður þá er það trúlega heilsuspillandi.

Þorgeir Tryggvason