Leikfélag Ölfuss býður félögum sínum upp á stórskemmtilegt leiklistarnámskeið dagana 23.-27. ágúst, alls 20 klukkustundir. Um er að ræða byrjendanámskeið fyrir 18 ára og eldri í umsjón Gunnars Björns Guðmundssonar þar sem fengist verður við alls kyns leiki, spuna- og textaæfingar með það að markmiði að efla sjálfstraust, sköpunargáfu og samskipti með gleði og gaman að leiðarljósi.

 

Stjórn Leikfélags Ölfuss

{mos_fb_discuss:2}